78. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 28. maí 2021 kl. 11:00


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 11:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 11:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 11:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 11:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 11:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 11:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 11:00

Jón Steindór Valdimarsson og Brynjar Níelsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerðir 74. til og með 77. fundar voru samþykktar.

2) 791. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 11:00
Ákveðið var að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristjönu Jónsdóttur, Einar Jón Erlingsson og Guðrúnu Finnborgu Þórðardóttur.

3) Skýrslubeiðni til fjármála- og efnahagsráðherra um mat á árangri aðgerða til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 11:35
Dagskrárliðnum var frestað.

4) 697. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 11:35
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Undir nefndarálitið rituðu allir viðstaddir nefndarmenn utan Smára McCarthy, þar af Oddný G. Harðardóttir með fyrirvara.

Jón Steindór Valdimarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins er ritaði undir nefndarálitið með fyrirvara, samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 689. mál - breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði Kl. 11:40
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Undir nefndarálitið rituðu allir viðstaddir nefndarmenn utan Smára McCarthy.

Jón Steindór Valdimarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins er ritaði undir nefndarálitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

6) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45